Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Reese Witherspoon gefur út lífsstílsbók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deilir uppskriftum ömmu sinnar.

Whiskey in a Teacup, eða viskí í tebolla, er ný lífsstílsbók eftir Óskarsverðlaunaleikkonuna Reese Witherspoon sem kom út 18. september. Í bókinni skiptast á mataruppskriftir, margar þeirra frá ömmu leikkonunnar, og ráðleggingar um allt milli himins og jarðar allt frá því hvernig halda á hlöðupartí á miðnætti til þess hvernig setja á rúllur í hárið til að útkoman verði sem glæsilegust.

Reese fæddist í New Orleans og hefur oft og lengi talað um hversu sterk áhrif það hafi haft á sjálfsmynd hennar og lífsskoðanir að eiga rætur í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Bókin er eins konar óður til þessara róta og margar af uppskriftunum sem leikkonan deilir þar eru frá ömmu hennar, Dorotheu, sem á meira að segja heiðurinn af nafni bókarinnar, en hún á að hafa sagt að konur frá Suðurríkjunum væru eins og viskí í tebolla; skrautlegar og fínlegar á ytra borðinu en eldsterkar innra með sér.

Það er bókaútgáfan Simon & Schuster sem gefur bókina út og hún hefur þegar hlotið mjög jákvæðar umsagnir á Amazon. Þeir sem eru forvitnir um innihaldið geta skoðað myndbandið sem útgáfan gaf út til að markaðssetja bókina, en þar er undirtitill hennar sagður vera: það sem uppeldi í Suðurríkjunum kenndi mér um ástina, lífið og kexbakstur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -