Sunnudagur 27. október, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Refsað fyrir að velja að lifa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nara Walker sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að hafa bitið hluta af tungu þáverandi eiginmanns síns eftir langvarandi ofbeldi sem hún lýsir í nýjasta tölublaði Mannlífs ætlar ekki að játa sig sigraða fyrir óréttlætinu heldur fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

„Fyrir mér er mikilvægt að fara með málið burt frá Íslandi þar sem málið snýst um ofbeldismanninn og það sem ég gerði til að losna undan honum. Næst verður þetta pólitískt og fer að snúast um kerfið og hvernig það tekur á heimilisofbeldi. Ég ætla mér að fara með þetta alla leið vegna þess að ég vil standa með sjálfri mér og standa fyrir réttindum kvenna sem þurfa að búa við ofbeldi á hverjum degi, jafnvel alla sína daga.“

Nara segir að það hafi haft mikla þýðingu fyrir hana þegar fólk kom og sýndi henni stuðning þegar hún var á leiðinni í fangelsi. „Þau voru þarna fyrir mig en líka fyrir alla sem búa við heimilisofbeldi. Þessi stuðningur gerði það ekki eins erfitt að ganga þarna inn og fyrst eftir að ég kom inn þá upplifði ég ákveðna kyrrð sem var skrítin tilfinning. En að vakna í fyrsta sinn í fangelsi var mjög erfitt enda er ég haldin áfallastreituröskun eftir allt sem á undan er gengið. En ég sé mig ekki sem glæpamann og ég trúi því að það sem ég gerði hafi verið að verja rétt minn til lífs. Ég valdi að lifa og fyrir það var mér refsað.

Í dag er ég enn að taka út minn dóm en ég ætla líka að halda áfram minni baráttu fyrir réttlæti fyrir mig og allar konur. Þegar ég hef unnið mína baráttu kemur næsta kona og berst fyrir því sama og þannig koll af kolli, því það er það sem við konur höfum verið að gera, þannig munum við að endingu sigra þetta óréttlæti.
Þetta hefur verið skelfileg lífsreynsla sem hefur breytt mér vegna þess að ég hef séð slíkt myrkur í heiminum en það sýnir mér fram á að það getur líka verið svo miklu meira ljós. Þegar manni er kastað svona inn í myrkrið og lifir það af er það vegna þess að maður sér ljósið. Sér vonina.“

Lestu allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -