Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Reiðialda og yfir 27 þúsund manns mótmæla: „Bjarni hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarleg óánægja er á meðal þjóðarinnar vegna þeirrar ákvörðunar Framsóknarflokks og Vinstri grænna að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Í morgun klukkan sex höfðu yfir 27.325 manns undirritað mótmæli þar sem þeir lýsa því yfir að Bjarni sé ekki þeirra forsætisráðherra. Mótmælaskjalið ber yfirskriftina Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða Maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun,“ segir í skýringu. Undirskriftirnar fara fram á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Stærsta ástæðan fyrir reiðinni nú er að einungis eru nokkrir mánuðir síðan hann sagði af sér sem fjármálaráðherra eftir áfellisdóm Umboðsmanns Alþingis vegna sölunnar á bréfum í Íslandsbanka þar sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, var í forréttindahópi. Bjarni sagði af sér og fór í utanríkisráðuneytið. Eitt af verkum hans þar var að skipa aðstoðarkonu sína til fjölmargra ára, Svanhildi Hólm, sem sendiherra Íslands í Washington. Svanhildur hefur enga reynslu í utanríkismálum.

Bjarni á að baki viðskiptasögu sem á köflum hefur verið vafasöm. Vafningsmálið ber þar hæst. Það mál snýst um fasteignabrask í Asíu. Heimildin fjallaði á sínum tíma ítarlega um spillingarsögu Bjarna.

Vinstri grænir hafa þurft að gjalda fyrir stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn mælist ítrekað við dauðamörk. Talið var óhugsandi við brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur að forsætisráuneytið félli í skaut Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra

Sú varð samt raunin og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, tók af skarið og rétti umdeildasta stjórnmálamanni Íslands keflið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ásamt fleirum fordæmt þennan ráðahag. Hún krefst kosninga og hefur boðað vantraust á ríkisstjórnina. Inga gengur svo langt að halda því fram að reiðin vegna Bjarna sé í líkingu við andann þegar búsáhaldabyltingin varð í hruninu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -