- Auglýsing -
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna reiðslyss í Borgarfirði í dag.
Var Þyrlan kölluð út á þriðja tímanum í dag í Borgarfjörð – nálægt Reykholti – vegna reiðslyss.

Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar við RÚV.
Þyrlan var kölluð út eftir að knapi datt af baki og sagði Ásgeir að þyrlan væri að lenda á vettvangi rétt í þessu. Ekki er vitað hvort meiðsli mannsins séu alvarleg.