Þór Saari er reiður – mjög reiður; reiður út í Jóhannes Skúlason, Bjarnheiði Hallsdóttur og „alla stjórn samtaka ferðaþjónustunnar,“ sem hann telur að eigi „að vera í fangelsi.“
Hann deilir frétt Vísis á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands þar sem fram kemur að áðurnefndur Jóhannes er ósáttur, jafnvel reiður eins og Þór, við mögulega strangari ferðatakmarkanir vegna fleiri smita Covid veirunnar undanfarið:
Í greininni er sagt „að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið“ ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert.“
Og þór er ekki hættur – hvergi nærri:
„Þetta er þjóðhættulegt fólk,“ segir Þór – sem er reyndar ekkert vanur því að skafa utan af hlutunum – „sem heimtar að lífi landsmann sé teflt í tvísýnu og eru líklega persónulega ábyrg fyrir fjölda Kóvid smita og dauðsföllum líka.“
Þór gefur hreinlega engan afslátt og orð hans eru klárlega af dýrari gerðinni.
Hann segir að „núverandi ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins með Katrínu „Mikka mús“ Jakobsdóttur sem „front,“ er ókleift að taka á málinu,“ og á þar við heimsfaraldurinn og þá sérstaklega Delta-afbrigðið sem hér hefur fundist eins og víða um heim; greinilegt að Þór telur bardagann við veiruna langt frá því að vera unninn og klykkir út með þessum sterku orðum:
„Þessu liði þarf að stefna fyrir dómstóla og Landsrétt að loknum næstu kosningum.“