Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Rekin vegna berbrjósta myndar sem dreift var án hennar samþykkis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lauren Miranda, 25 ára kennari í Bellport grunnskóla á Long Island, var sagt upp störfum, í kjölfar þess að samstarfsmaður hennar og fyrrverandi kærasti virðist hafa dreift mynd af henni í heimildaleysi.

 

Nemendur skólans hófu að dreifa myndinni sín á milli í janúar. Hún hafði sent myndina til starfsfélaga og þáverandi kærasta árið 2016. The Guardian og Washington Post greina frá.

„Ég gaf einungis einni manneskju leyfi til þess að eiga þessa mynd. Hvernig hún komst í dreifingu veit ég ekki en ég gaf engum öðrum leyfi til þess að eiga þessa persónulegu mynd af mér,” hefur Guardian eftir Lauren sem einnig vekur áhuga á því að nafn mannsins hefur ekki komið fram. Hefur hann heldur ekki verið yfirheyrður eða kærður vegna mögulegra þáttöku í dreifingu myndarinnar. „Þetta hefur alltaf verið strákar að særa stelpur og stelpurnar að taka skellinn,” segir Lauren.

Samkvæmt frétt Washington Post er ekki ólöglegt fyrir konur að vera berbrjósta meðal almennings í New York ríki. „Hvað er að þessari mynd?” er haft eftir lögfræðingi Lauren. „Þegar þú tekur sambærilega mynd af karlmanni, þá er ekkert vandamál. Eini munurinn er að hún getur gefið barni á brjóst, en ekki hann.”

Margir hafa lýst yfir stuðningi sínum í garð Lauren og heimamenn mótmælt framkomu skólayfirvalda. „Það er víst ekki hægt að vera kynvera og fyrirmynd á sama tíma? Þetta mál vekur löngun hjá mér að berja eigið höfuð utan í vegg,” tísti Ej Dickson, fréttakona hjá Rolling Stone. Aðgerðarsinni sem kallar sig Sister Leone hefur einnig líst yfir stuðningi og hefur mótmælt ber að ofan fyrir utan grunnskóla í hverfinu. Hægt er að sjá viðtal fréttamiðilsins Vice við Leone hér.

Í réttarskjölum kemur fram að Lauren hefur kært skólayfirvöld Bellport vegna vanrækslu á málinu, að yfirvöld þar neituðu henni um „ítarlega og fullnægjandi” rannsókn og ráku hana á grundvelli kynja hennar. Hefur hún farið fram á endurráðningu og þrjár milljónir dollara í miskabætur.

- Auglýsing -

Bellport er almenningsskóli í samnefndu hverfi á Long Island í New York ríki. Í skólanum eru í kringum þúsund nemendur á aldrinum 11-13 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -