Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Rekinn í þrígang fyrir andstöðu við kvótann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Jónsson aflaskipstjóri segir Þorstein Má Baldvinsson hafa beitt sig afkomuofbeldi.

Þorstein Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd / Samherji

„Ég er bara einn af mörgum sem hafa mátt þola afkomuofbeldi af hendi Þorsteins Más,” segir Ólafur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri á ísfiskitogaranum Viðey RE, um samskipti sín við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Ólafur var mikill aflaskipstjóri á sínum tíma. Veiðireynsla Ólafs leiddi til þess að skip hans fékk stóran aflakvóta þegar kvótakerfið var tekið upp. En Ólafur segist hafa verið flæmdur úr starfi vegna andstöðu sinnar við kvótakerfið. Hann lýsti örlögum sínum í harðorðri færslu á Facebook.

Hann segist hafa misst vinnuna í þrígang vegna skoðana sinna á kvótakerfinu og inngripa Þorsteins Más. Fyrst var honum sagt upp sem skipstjóra en síðar sem sölumanni Hampiðjunnar. Allt var þetta vegna þess að hann hafði sig í frammi sem andstæðingur kerfisins. Ólafur segir að aðförin gegn honum hafi byrjað síðsumars árið 1996. Hann heyrði úr tveim ólíkum áttum að hann væri komin á það sem hann kallar dauðalistann.

Á skipstjórafundi hjá Granda kom á daginn að skip hans, Viðey RE 6, kvótahæsti togari fyrirtækisins, var skyndilega kvótalaus. Skipinu var ætlað að veiða utankvóta fisk og ufsa, sem var að sögn Ólafs vonlaus útgerð.

„Ég var rekinn um sumarið.”

„Löng saga stutt. Ég var rekinn um sumarið þegar skipstjórasamningur minn var útrunninn. Engin skýring gefin. Þarna kynntist ég hversu mikilvæg góð atvinna er og hversu sárt er að missa hana og fá hvergi vinnu í minni starfsgrein. En ég var svo heppinn að fá starf hjá Hampiðjunni þar sem ég varð tæknilegur sölumaður á erlendum vettvangi,” skrifar Ólafur.

Sölumaður rekinn

- Auglýsing -

Um svipað leiti, árið 1997, hóf hann afskipti af stjórnmálum innan Frjálslynda flokksins. Fyrir kosningar árið 1998 birtist í sjónvarpi kosningaauglýsing með honum í sjónvarpi þar  sem hann lýsti skoðun sinni á kvótanum. Þá dró enn til tíðinda.

„Morguninn eftir, þar sem ég var að afgreiða stóran „rækjupakka“ um borð í spánskan togara var ég boðaður í skyndi uppá skrifstofu Hampiðjunnar og varð ég að yfirgefa afgreiðsluna og keyra uppá Höfða þar sem mér er tilkynnt að hópur útgerðarmanna (undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar) hefði hótað fyrirtækinu að þau myndu öll stoppa öll viðskipti,” skrifar Ólafur.

Hann segir að Þorsteinn Már og félagar hans hefðu krafist þess að hann yrði rekinn og fyrirtækið orðið við því.

- Auglýsing -

Ólafur var með bátinn Blíðu við veiðar á ígulker og beitukóngi. Útgerðarmaðurinn er gamall samstarfsfélagi hans hjá Hampiðjunni. Eftir að Ólafur sendi frá sér myndband í haust með áskorun á þingmenn um að afnema kvótakerfið kom enn babb í bátinn. Útgerðarmanninum var brugðið.

„Hann sagði að haft hefði verið samband við sig og ég yrði að fara hægar í sakirnar. Ég lofaði því að gefa ekki út svona „gróf“ myndbönd,” segir hann.

Nokkru síðar var honum sagt upp með fjögurra mánaða uppsagnarfresti.
„Svo sennilega er búið að reka mig þrátt fyrir að ég sé að skila bestu afkomu sem báturinn hafði haft. Lokaorðin frá eigandanum voru að ég væri góður fiskimaður. Ætli það verði ekki grafskriftin,” segir Þorsteinn.

Símtal frá Þorsteini

Ólafur segir að í dag sé staðan sú að Þorsteinn Már hafi í þrígang haft af honum atvinnu. Hann segir að Þorsteinn hafi hringt í hann haustið 2011 og rakið ofbeldissöguna og spurt hvort hann ætlaði aldrei að læra. Þar með hafi hann fengið staðfestingu á afskiptum Samherjaforstjórans.

„Fram að þessu í gegnum 14 ár hafði ég enga hugmynd um hans aðkomu að mínum málum og því ofbeldi og fjárhagslegum skaða sem ég og fjölskylda mín urðum fyrir,” skrifar Ólafur.

Á myndinni hér að ofan sést Ólafur lengst til hægri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -