Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Rekstaraðili tjaldsvæðisins Lónsá stígur fram: „Gátuð þið ekki bara græjað þetta sjálfir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá fyrr í dag er ástandið á tjaldsvæðinu Lónsá í námunda við Akureyri búið að vera skelfilegt. Ruslamál í ólestri, engin varsla á svæðinu, klósett stífluð og óhrein og svæðið eitt moldarflag. Kvartað hefur verið undan því að ekki hefur náðst í umsjónarmenn svæðisins þó ítrekað hafi fólk reynt að gera svo. Nú hefur fyrirtækið Landamerki ehf.  sem hefur umsjón með tjaldsvæðinu stigið fram á Facebook hópnum Tjaldsvæði – umræðuvettvangur. Útilegukortið hefur ekkert með rekstur tjaldsvæðisins að gera eins og kom fram í fyrri frétt. Sífellt fleiri hafa verið að tjá sig um tjaldsvæðið í hópnum og birta myndir af ástandinu.

 

Allt rusl er yfirfullt á tjaldsvæðinu á Lónsá og lyktin örugglega ekki góð í hitanum sem hefur verið á þessum slóðum upp á síðkastið. Mynd: Facebook

 

Landamerki afsaka ástandið

Í tilkynningu þeirra segir Sreten Karimanovic: Við hjá Landamerki ehf. erum rekstraraðili tjaldsvæðisins við Lónsá á Akureyri sumarið 2021 biðjum ykkur innilegrar afsökunar á aðstöðu tjaldsvæðisins. Starfsmenn sem ráðnir voru til að sjá um tjaldsvæðið hættu störfum fyrirvaralaust. Við höfum lagt alla okkar orku í að finna nýjan starfsmann til að sjá um tjaldsvæðið s.l daga og það tókst að lokum. Nýi starfsmaðurinn okkar byrjar í næstu viku og þá verður vonandi allt eins og það á að vera“.

Fólk er þó ekki parhrifið. Magga skrifar athugasemd sem fær talsverðan stuðning „Hefði þá ekki verið skynsamlegt að loka þessa daga“. Sigurbjörg segir: En hvers vegna var ekki einu sinni hægt að hafa upp á ykkur?“. Sigþór nokkur kemur með ágætis punkt:Gátuð þið ekki bara græjað þetta sjálfir?.

- Auglýsing -

 

Salernisaðtaðan á svæðinu er fremur ógeðfeld og auk þess er salernið stíflað. Mynd: Facebook

 

Kristján skrifar ummæli sem útskýra ástandið: Ástæðan fyrir því að umsjónarmenn hættu, var sú að þeir voru búnir að fá nóg af ruglinu. Ekki var hægt að fá píparann á svæðið þar sem hann hafði ekki fengið greitt fyrir síðasta reikning og greinilegt að eitthvað var fleira í ólagi. Vinnan sem þeir áttu að inna af hendi var klukkutími í hádeginu og klukkutíma um kvöldmat. Þetta var bara mikið meiri vinna heldur en sagt var, og eigendur virtust ekki hafa neinn áhuga á því að bæta úr hlutunum, eins og þetta moldarflag sem er þarna.

- Auglýsing -

Ljóst er að eitthvað verulega mikið vantar upp á hjá Landamerki ehf. er snýr að rekstri tjaldsvæðisins Lónsá, ástandið er að minnsta kosti ekki eðlilegt svo mikið er víst.

 

Ruslagámarnir eru líka yfirfullir á tjaldsvæðinu. Mynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -