Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Réttarhöld hafin í Covid-máli Júlíusar – Sveinn skipstjóri situr í réttarsalnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri frystitogarans Júíusar Geirmundssonar ÍS, er mættur fyrir dóm á Ísafirði þar sem fram fara sjópróf vegna frægs Covid-túrs togarans. Skipperinn er því mættur í sjóréttinn til að fylgjast með vitnisburðum undirmanna sinna. Réttarhaldið hófst snemma í morgun fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og þar hafa skipverjarnir einn af öðrum verið kallaðir til skýrslutöku. Þar mun sóttvarnarlæknir umdæmsins, Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, einnig vera kölluð til en hún opnaði á umræðuna alla um að útgerðin brást skyldum sínum í túrnum.

Þar er líka mættur útgerðarstjórinn Valdimar Steinþórsson en hann hefur verið afar ósáttur við afbökun fjölmiðla á því sem átti sér stað í túrnum. Eftir því sem Mannlíf kemst næst er Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, hvergi sjáanlegur en fréttamenn frá bæði RÚV og Stöð 2 eru á staðnum. Bæði framkvæmdastjórinn og skipstjórinn hafa lýst því yfir að fyrir dómnum muni þeir hvorugir bera vitni þar sem þeir hafa stöðu sakborninga í lögreglurannsókn vegna túrsins.

Fyrir dómnum liggur sjódagbók togarans frá umræddum Covid-túr en lengi vel neituðu lögmenn skipstjórans og útgerðarinnar að afhenda hana sem málsgagn í skjóli persónuverndar. Síðar kom í ljós að tiltölulegar takmarkaðar persónuupplýsingar koma fram í bókinni sem tengjast veikindum skipsverjanna.

Áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar, sendi bréf til útgerðarinnar þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á Svein skipstjóra. Þar var þess krafist að Sveinn láti af störfum. Nærri helmingur áhafnar fyrstitogarans Júlíusar Geirmundssonar frá Ísafirði, hefur risið upp gegn skipstjóra sínum sem stýrði hinum fræga Covid-túr skipsins sem Mannlíf greindi fyrst frá. Það var síðan ekki fyrr en Mannlíf greindi frá því að útgerðin hefið ítrekað hundsað tilmæli sóttvarnarlæknis umdæmsins sem fjölmiðlar vöknuðu til lífsins um alvarleika málsins.

Hann hefur sjálfur neitað að mæta í sjópróf og var það kornið sem fyllti mælinn hjá skipverjunum samkvæmt heimildum Mannlífs.

Áður hafa útgerðin og skipstjórinn þráast við að afhenda sjódagbók togarans og var deilt um afhendingu hennar fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Þar var einnig tekist á um fyrirhuguð sjópróf og þar fullyrtu tvímenningarnir, eða lögmaður þeirra nánar tiltekið, að þeir myndu ekki taka þátt í vitnaleiðslum sjóprófanna. Aftur á móti var dagbókin afhent dómara fyrir réttinum sem nú fær það hlutverk að meta hvort bókin verði afhent stéttarfélögum sjómanna sem kærðu útgerðina og skipstjórann fyrir slæma meðferð skipverja í margfrægum túr hans á dögunum.

- Auglýsing -

Stéttarfélög áhafnarinnar á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni tóku höndum saman og kærðu útgerðina til lögreglu. Tilefnið er frægur Covid-túr togarans þar sem útlit er fyrir að veikum sjómönnum hafi verið haldið á sjó svo vikum skipti og skikkaðir til að vinna. Þá hefur útgerðin orðið uppvís að því að hlýða ekki sóttvarnarlækni á Vestfirði sem gaf ítrekuð tilmæli þess efnis að togaranum yrði stýrt í land svo áhöfnin kæmist í sýnatökur. Það var ekki gert fyrr en þremur vikum eftir brottför.

Sveinn sagðist ekki hafa neitt um málið að segja þegar blaðamaður spurði hann út í vantraustsyfirlýsinguna fyrr í dag en hann hefur ítrekað neitað að tjá sig um málið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann hefur sjálfur frábeðið sér sýndarréttarhöld vegna túrsins sem ætluð séu til þess eins að smána sig. Hann segist þó ekki ætla að skorast undan ábyrgð í málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -