Langflestir glæpir eru framdir á höfuðborgarsvæðinu þar sem 80 prósent glæpa eiga sér stað. Þetta er hlutfallslega langhæsta glæpatíðni á landinu. Í Vestmannaeyjum eru glæpir á landsvísu undir einu prósent. Sama er uppi á teningnum á Norðurlandi vestra og Austurlandi þar sem glæpamenn gera lítið vart við sig. Þar er að finna heiðarlegasta fólkið á landinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjórans.
Bókhald lögreglunnar leiðir í ljós að fjölgaði almennum hegningarlagabrotum um 2 prósent. Aftur á móti fækkaði umferðarlagabrotum um rúmlega fjórðung sem þýðir að ökufantar hafa tekið sönsum og fylgja betur umferðarreglum. Aftur á móti fjölgaði þeim tilfellum þar sem heimilisofbeldi á sér stað. Árið 2019 voru tilfellin 956 en fjölgaði í 1110 i fyrra.
Fíkniefnasalar áttu slæmt ár ef miðað er við stórfellda fjölgun á haldlögðum efnum. Þannig náði lögreglan tæplega 400 prósent fleiri e-töflum en árið 2019. Kannabisplöntur sem lögreglan haldlagði voru um 213 prósent fleiri ef litið er til gramma. Þá náðist helmingi meira af maríjúana á milli ára. Samdráttur varð aftur á móti í hörðum efnum svo sem amfetamíni og kókaíni.