Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Reykjavík í nótt: Ölvaður ökuníðingur ók á tvöföldum hámarkshraða og kýldi lögreglumann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ölvaður ökumaður var staðinn að verki í nótt þar sem hann ók á nánast tvöföldum hámarkahraða í Reykjavík. Lögregla stöðvaði manninn sem reyndist undir afgerandi áhrifum áfengis. Sá drukkni var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann trylltist og kýldi lövgreglumann. Ökumaðurinn ofbelldisfulli var læstur inni í fangaklefa og svarar til saka með morgninum.

Önnur fyllibytta var á ferð í miðborginni þar sem hún áreytti fólk á förnum vegi,. Lögreglan var tvívegis kölluð til vegna þessa. Í seinna skiptið lofaði gerandinn hátíðlega að fylgja fyrirmælum lögreglu og láta af hegðan sinni. Hann slapp með það.

Lögreglu var tilkynnt um hávaða frá íbúð. Þar reyndist vera um að ræða einstakling sem var að spila tölvuleik. Hávaðaseggurinn lofaði að lækka í græjum sínum.

Ýmis önnur mál komu til kasta lögreglunnar í nótt. Menn voru á þvælingi í annarlegu ástandi. Tveir voru  handteknir, grunaðir um minniháttar líkamsárás. Meint fórnarlamb var flutt á bráðamótttöku Landspítalans.

Þá hafði lögreglan afskipti af rúðubrjótum og manni sem var að skjóta upp flugeldum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -