Lögregla greip inn í atburðarás þar sem maður í árásarham hafði verið ógnandi gagnvart ungmennum. Hann var handtekinn og gerði þá tilraun til að bíta lögreglumenn. Hann hvílir nú í fangageymslu og verður þar þangað til af honum rennur.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir á bílastæði. Menn með ljós á ferð í myrkrinu. Þeir voru sagðir lýsa inn í bíla. Einum óvelkomnum var vísað út úr stigagangi. Á öðrum stað og tíma var þjófur á ferð með gaskút. Hann slapp.
Þónokkrir ökumenn stöðvaðir, grunaðir um að vera ekki allsgáðir. Allir sendir í sýnatöku en sleppt síðan.