Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Þjófur reyndi að skalla lögreglumann – Dólgur gekk berserksgang í miðbæ Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla var kölluð út seint í gærkvöld vegna aðila sem lét illa í miðbænum. Dólgurinn hafði ógnað fólki ítrekað og veittist svo að lögreglumanni þegar verið var að aðstoða hann. Var hann í annarlegu ástandi og gisti bak við lás og slá. Fyrr um kvöldið hafði lögregla afskipti af tveimur aðilum sem tóku hluti ófrjálsri hendi í verslun í miðbænum.

Annar þjófurinn var samvinnuþýður en hinn reyndi að skalla lögreglumann og var því látinn gista á Hverfisgötunni. Þá barst lögreglu aftur tilkynning um laus hross, ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvar hrossin voru staðsett. Ökumaður slasaðist við akstur á mótorkrosshjóli í gær. Var hann fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar en meiðslin reyndust sem betur fer ekki alvarleg. Þá stöðvaði lögregla nokkra sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -