Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann um hálfþrjúleytið í nótt. Reyndi viðkomandi að stinga af en var handtekinn, grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þá barst lögreglunni tilkynning um eld á skólalóð Seltjarnarnesi um klukkan hálftíuleytið í gærkvöldi. Reyndist vera um að ræða eld í rusli á skólalóðinni. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti eldinn.
Nokkrum tímum áður, eða laust fyrir klukkan 18, barst lögreglunni tilkynnning um innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi í miðbænum. Var skóm stolið og fatnaði og áfengi. Er málið til rannsóknar.