Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Reyndi fyrst að flýja af vettvangi og síðan flótta af lögreglustöðinni í handjárnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var töluverður erill þessa nóttina hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir gista í fangaklefa núna.

Það voru 105 mál skráð í lögreglukerfið frá klukkan 17:00 – 05:00. Þetta eru helstu mál;

Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem afturdekk losnaði undan bifreið og kastaðist á hjólhýsi. Engin slys á fólki. Ökumaður stöðvaður og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum og í fórum hans fundust meint fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Tilkynnt um líkamsárás fyrir framan skemmtistað í miðborginni. Þar var árásarþoli sleginn í rot og sparkað í höfuð hans. Árásaraðili handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið í rannsókn.

Þá var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit. Þegar hann stöðvaði bifreiðina þá tók hann á rás og reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann hafði ekki erindi sem erfiði því lögreglumennirnir voru töluvert hraðari og náðu honum fljótt. Hann var grunaður um ölvunarakstur og handtekinn. Þegar komið var á lögreglustöðina þá gerði ökumaðurinn sig aftur líklegan til að komast undan, þá í handjárnum. Honum var þó haldið kyrfilega og hann lét strax undan. Mál hans var síðan unnið samkvæmt hefðbundnu ferli.

- Auglýsing -

Þá voru átta aðrir ökumenn handteknir grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur.

Þrjár tilkynningar bárust um heimilisófrið og þeim var sinnt samkvæmt verklagi. Þau mál eru í rannsókn.

Þá bárust nokkrar tilkynningar vegna partýhávaða í heimahúsum.

- Auglýsing -

Jafnframt sinnti lögregla útköllum vegna ölvunar og pústra í miðbænum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -