„Ég hef áhyggjur ef ég heyri að fólk sé að hætta í fyrirtækinu og að fólki líði ekki vel af einhverjum ástæðum. Það er aldrei gott,“ segir Reynir Grétarsson, einn aðaleigenda fjölmiðlarisams Sýnar, í samtali við Morgunblaðið. Mikil ólga er innan fyrirtækisins og fjöldi lykilstarfsmanna er hættur störfum. Fyrirtækið hefur ekk traust fjárfesta og er lágt metið á markaði. Reynir og aðrir fjárfestar Sýnar hafa því tapað milljörðum króna á fjarfestingunni. Öll spjót standa á Herdísi Fjeldsted forstjóra sem sögð er miskunnarlaus í framgöngu gagnvart starfsfólki. Núverandi stjórn hefur lýst stuðningi við forstjórannn og stjórntök hans.
Reynir, sem á sinn hlut í Sýn í gegnum InfoCapital, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi ekki náð kjöri í stjórn Sýnar.
„En ég bauð mig fram í stjórn Sýnar og fékk ekki kosningu. Það varð því ekki af því að ég færi eitthvað að vinna tengt Sýn. Sem er bara jákvætt því ég er búinn að gera svo margt annað síðan,“ segir hann.
Reynir segir frá því í viðtalinu að hann hafi undanfarið einbeitt sér að sjálfsrækt. Hann stundi jóga og annað sem sé mannbætandi. Svo er að skilja að hann hafi engin áhrif á gang mála hjá Sýn.
Heimildarmenn Mannlífs innan Sýnar hafa þungar áhyggjur af framvindunni og óttast enn meiri áföll. „Við getum þetta ekki mikið lengur,“ sagi einn þeirra við Mannlíf.