Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Reynir Traustason ráðinn ritstjóri Mannlífs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri Mannlífs. Reynir á langan og farsælan feril í blaðamennsku en hann hefur meðal annars verið ritstjóri DV, Mannlífs og Ísafoldar. Hann er einn stofnenda Stundarinnar og starfaði þar um hríð. Hann var um árabil fréttastjóri og blaðamaður DV áður en hann varð ritstjóri blaðsins. Reynir var ritstjórnarfulltrúi hjá Fréttablaðinu á árunum 2002 til 2004. Þá var hann ritstjóri Mannlífs í tvígang þegar það kom út sem tímarit og sest nú í ritstjórastól Mannlífs í þriðja sinn.

Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum.

Roald Eyvindsson er áfram útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017. Hann mun nú vinna með Reyni í áframhaldandi þróun og vexti blaðsins og man.is.

Meðal annarra blaðamanna Mannlífs og man.is má nefna Guðnýju Hrönn, Rögnu Gestdóttur, Baldur Guðmundsson, Friðriku Benónýsdóttur, Foldu Guðlaugsdóttur, Guðrúnu Óla Jónsdóttur, Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur ritstjóra Gestgjafans og Húsa og hýbíla, Magnús Guðmundsson, Maríu Erlu Kjartansdóttir, Ragnhildi Aðalsteinsdóttur, Stefaníu Albertsdóttur og Steingerði Steinarsdóttur ritstjóra Vikunnar. Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs og umbrot Mannlífs er í höndum Ivans Burkna líkt og verið hefur.

Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins. Blaðinu er einnig dreift í áskrift utan höfuðborgarsvæðins, er aðgengilegt alla daga ársins á man.is, ásamt því að vera dreift frítt í verslunum Krónunnar, Nettó, Samkaupa og Fjarðarkaupa vítt og breitt um landið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -