Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Reynt að brjótast inn til Davíðs og Jóhönnu: „Ætlum að dúndra upp þjófavarnakerfi í dag!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óprúttinn aðili reyndi að brjótast inn á heimili Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirsson í gær.

„Í gær reyndi einhver að brjótast inn til okkar. Aðferðin sem var notuð var svohljóðandi.
Í þvottahúsinu okkar er gömul vifta. Við höfum búið í húsinu okkar í tvö ár en ekkert pælt í þessari viftu. Aldrei notað hana. En einhver hafði ýtt viftunni inn. Það var hægt með litlu afli og því algjör gloppa í öryggismálum heimilisins. Þegar búið var að ýta viftunni inn var eftir op sem að rúmar hendi. Við Jóhanna prófuðum bæði að teygja okkur í lásinn frá viftu opinu og var þá auðveldlega hægt að opna hurðina.“ Þetta skrifar tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson í færslu á Facebook. Hann birtir færsluna til að vara fólk við.

Hann lýsir málinu nánar og segir greinilegt að sá sem reyndi að brjótast inn hafi verið að fylgjast með þeim.

„Því höfum við verið heppinn að koma heim á réttum tíma. En aðilinn hefur samt greinilega verið að fylgjast með hvort við værum heima vegna þess að báðir bílarnir voru
í innkeyrslunni. Er búinn að tilkynna þetta til lögreglu en það er líklega lítið hægt að gera. Skrúfaði spítur fyrir opið þannig að þessi leið er ekki í boði lengur,“ skrifar Davíð og birtir nokkrar myndir. Hann segir næst á dagskrá vera að láta setja upp þjófavarnarkerfi.

Færslu Davíðs má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -