Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Reynt að ráða Jóhannes af dögunum með eitri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi starfsmaður Samherja, segir undarlega hluti hafa farið að gerast í kringum hann um leið og hann hætti hjá Samherja í júlí árið 2016. Jóhannes segir frá þessu í viðtali við Kastljós sem sýnt verður í kvöld.

Þar kemur fram að namibíska lögreglan rannsaki nú tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum. Hann segir skrítna hluti hafa farið að gerast og að skrítið fólk hafi komið inn í líf hans um leið og hann lét af störfum hjá Samherja.

Jóhannes segir frá því að fólk í kringum hann hafi ráðlagt honum að fá sér líffverði og öryggisúttekt hafi leitt í ljós að oftar en einu sinni hafi verið eitrað fyrir honum í gegnum mat og drykk. Á tímabili var hann með allt upp í 13 lífverði í vinnu. „Gert bæði í gegnum drykkjarföng og mat,“ segir Jóhannes þegar hann er spurður úr í eitrið. Hann kveðst hafa grun um hver beri ábyrgð á eitrinu.

Kastljós er á dagskrá klukkan 19.35 á RÚV í kvöld.

Sjá einnig: Var með nagandi samviskubit

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -