- Auglýsing -
Síðasta haustið, mynd Yrsu Roca Fannberg, var sýnd á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við góðar viðtökur hjá heimilisfólki.
„RIFF er á siglingu og gleymir ekki börnum né öldruðum,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF.
Þess má geta að RIFF stendur nú yfir en sýningar fara að mestu fram í Bíó Paradís en einnig verður kvikmyndadagskrá RIFF út um alla borg, meðal annars á bókasöfnum, í félagsheimilum, fangelsum og á hjúkrunarheimilum – undir nafninu RIFF Around Town.

