Undanfarin þrjú ár hefur Guðmundur Haukur Guðmundsson tekið saman nokkra hápunkta ársins á Twitter undir myllumerkinu #ársins.
Guðmundur Haukur Guðmundsson hefur vakið lukku á Twitter undanfarin ár þegar hann gerir upp árið með myllumerkinu #ársins og rifjar upp skopleg atvik sem vöktu athygli í fjölmiðlum á árinu. Þessa stundina er hann í óðaönn að birta upprifjun fyrir árið 2018 á Twitter.
Spurður út í hvernig þetta verkefni hófst segir Guðmundur: „Ég er með spurningakeppni fyrir félaga mína á hverju ári þar sem spurt er út í árið sem er að líða. Þetta hefur síðan sprungið aðeins út og hefur spurningakeppnin farið víða. Í kjölfarið fór ég að setja þessi kómísku atriði, sem munu ekki skila sér í hina hefðubundnu annála fyrir árið, á Twitter.“
Yfir árið tek ég niður hjá mér það kómíska sem gerist í fréttum eða tek skjáskot af því.
Aðspurður hvort þetta sé ekki mikil vinna, að rifja árið svona upp þegar áramótin nálgast segir hann: „Yfir árið tek ég niður hjá mér það kómíska sem gerist í fréttum eða tek skjáskot af því. Síðan vinn ég úr því í nóvember fyrir spurningakeppnina og í kjölfarið byrjar þessi yfirferð undir hashtagginu #ársins á Twitter.“
Fólk er svo fljótt að gleyma því sem gerðist á fyrstu mánuðunum.
Guðmundur hefur alltaf fengið góð viðbrögð við upprifjun sinni á Twitter: „Viðbrögðin í ár hafa verið mun meiri en síðustu ár og almennt bara mjög fín. Sérstaklega vegna þess að fólk er svo fljótt að gleyma því sem gerðist á fyrstu mánuðunum.“
Meðfylgjandi eru nokkur skopleg atriði sem Guðmundur hefur rifjað upp á Twitter undanfarið undir myllumerkinu #ársins.
#ársins heldur áfram!
#18 Viðburður ársins fær Hjálparsveit skáta! pic.twitter.com/g30hVPMJJN— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 18, 2018
#ársins heldur áfram!
#13 viðskiptamenn ársins – Cókó & kleins bræður pic.twitter.com/k371rVVaf1— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 13, 2018
#ársins heldur áfram!
#19 Útreikningar ársins fundust á Matartips pic.twitter.com/V1Hc3r0yXL— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 19, 2018
#ársins heldur áfram
#17 Auto-correct ársins pic.twitter.com/ZWeYJHu1Yx— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 17, 2018
#ársins heldur áfram!
#11 Hola-í-höggi & fagnaðarlæti ársins fær Tony Finau. Ekki fyrir viðkvæma. pic.twitter.com/pdJPsMrmQx— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 11, 2018
#ársins heldur áfram!
#10 Fíkn ársins pic.twitter.com/yT5foiy9tm— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 10, 2018
#ársins heldur áfram!
#7 Grillun ársins fær Helgi Eide. pic.twitter.com/4LCqgrYygS— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 7, 2018
#ársins heldur áfram!
#2 vitlaus mynd ársins pic.twitter.com/wQ3AnD3gMF— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 2, 2018
#ársins heldur áfram!
#4 Gjaldmiðill ársins er steikur pic.twitter.com/DB9CeZ06Zl— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 4, 2018