Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Rigning og HM eitruð blanda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veitingamenn í Reykjavík fagna góða veðrinu og segja margir hverjir að sólarstundirnar það sem af er þessu sumri skilji eftir meira en bruna og brúnku hjá sólþyrstum borgarbúum; þær skila auknum hagvexti í veitingasölu og bjartsýni hjá veitingamönnum.

Eyþór Mar Halldórsson, veitingamaður á Public House – Gastropub á Laugavegi, er einn þeirra en hann segir í samtali við Mannlíf að hann finni mikinn mun á sínum viðskiptavinum eftir að sólin fór að skína. „Mér sýnist stefna í 10-20% aukningu hjá mér samanborið við sumarið í fyrra.“

Eyþór segir þó eina breytu gera samanburð erfiðan við sumarið í fyrra þegar rigndi flesta daga. Síðasta sumar fór nefnilega fram Heimsmeistarakeppni í fótbolta eins og Íslendingar muna. „HM hefur alltaf mikil áhrif á fjölda gesta og maður tók sérstaklega vel eftir því í fyrra,“ segir hann en skilja má orð hans sem svo að rigning og íslenskt karlalandslið á HM í fótbolta sé afleit blanda fyrir viðskiptin.

Að sama skapi sé einn og einn sólardagur inn á milli alls engin draumastaða. „Þá fara allir að grilla og þá missir maður kúnna,“ segir hann. „En ef sólardagarnir eru margir í röð, eins og núna, þá hættir fólk að nenna að grilla og er meira fyrir það að fara út að borða. Nú kemur hingað margt fólk sem er búið að sitja úti í sólinni í langan tíma og er komið í djammstuð þegar það kemur hingað og er almennt hressara alla daga vikunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -