Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Rigning og suddi í Reykjavík: „Nei, þetta verður ekki sólarhelgi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Suðaustanátt og rigning á köflum mun herja á höfuðborgarbúa nú um helgina að sögn veðurfræðings. MANNLÍF hringdi til Veðurstofu nú síðdegis til að spyrja hvort blautviðri og skúrum tæki að linna bráðlega. „Nei, þetta verður ekki sólarhelgi,“ svaraði Marcel de Vries veðurfræðingur. „Hitastig verður á bilinu 8 til 13 stig yfir daginn, en engin sól verður í bænum.“

Besta veðrið verður á norður- og norðausturlandi og sólin lætur aðeins sjá sig kringum Akureyri og nágrenni á morgun. „Þetta er í raun og veru í kringum Akureyri,“ sagði Marcel, sem er veðurfræðingur og varð fyrir svörum í dag. „Við erum reyndar ekki að neyða fólk til að eyða eldsneyti í leit að sól í umferðarteppunni á norð-austurverðu landinu og ekki vil ég vera kallaður til ábyrgðar í þeim efnum. En við erum jú með suðlægari átt núna og líka fyrir næstkomandi daga en sú spá gildir fyrir norðanvert landið.“

Og sólin ætlar að láta bíða eftir sér ef spár bjartsýnustu manna ganga eftir, því miður. „Pínulítil sól,“ segir veðurfræðingurinn og hlær. „Já, maður reynir auðvitað að sjá það jákvæða í öllu og sólin gæti gægst fram fyrripart þriðjudags. En síðdegis fer aftur að þykkna upp og þá fer rigningin að koma aftur. Og þetta skýjaveður heldur áfram í næstu viku með rigningu á köflum, en sólin verður mest áberandi fyrir norðan.“

Að lokum segir Marcel veðurfræðingur hollenskt dægurlag eiga sæmilega við veðurfar hér á Íslandi næstu daga, en lagið heitir einfaldlega: „Sumarið er búið!“ og gætu hinir hollensku þar hafa hitt naglann á höfuðið þetta árið en vonandi þó ekki. Við tökum púlsinn á veðrinu aftur að viku liðinni, vonandi þó ekki íklædd regnkápu.

Hér má sjá veðurhorfur á Íslandi yfir helgina: VEÐURSTOFA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -