Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ríkið sendir reikninga rafrænt – Sparnaður um 200 milljónir árlega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir reikningar frá ríkissjóði og ríkisstofnunum verða sendir rafrænt til viðskiptavina frá og með 1. maí, eins og segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið er að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins með auknu framboði stafrænnar þjónustu og framfylgja umhverfissjónarmiðum.

Fjársýslan og ríkisstofnanir sjá um að senda reikningana út til viðskiptavina. Frá 1. Maí verða þeir aðgengilegir í gegnum pósthólfið á Island.is. Jafnframt verður í boði að fá reikninga senda rafrænt í gegnum skeytaþjónustu.  Reikningar eða greiðsluseðlar sem verða rafrænir varða til dæmis þing- og sveitarsjóðsgjöld, bifreiðagjöld, þungaskatt, sektir, komugjöld og fleira.

Um 200 milljónir sparast árlega

Áætlað er að um 200 milljónir króna sparist á ári með því að nýta rafræna reikninga, meðal annars með lækkun prentkostnaðar og póstburðargjalda.

Unnið hefur verið að því að gera viðskiptaumhverfi ríkisins rafrænt í samræmi við stefnu þar um. 1. janúar 2020 tók gildi ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu skyldu gefnir út með rafrænum hætti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -