Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ríkisstyrkur Bláa lónsins eftir himinháar arðgreiðslur- Félag Ágústu fær 14 milljónir af almannafé

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stærstu eigendur Bláa lónsins hagnast vel í ríkisstyrkjum sem veittir hafa verið þurfandi fyrirtækjum í kreppu. Ofurstyrkir íslenska ríkisins til Bláa lónsins hafa verið mikið til umræðu eftir að uppplýst var í fréttaskýringaþættinum Kveik um upphæðirnar. Bláa lónið fékk rúmlega 590 milljónir króna í uppsagnastyrk.

Fyrirtækið hefur um árabil greitt út himinháar arðgreiðslur til eigenda sinna. Á meðal þeirra sem notið hafa góðs af er heilsufrömuðurinn Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þ. Þórðarsonar utanríkisráðherra sem á 2,4 prósent í félaginu í gegnum félag sitt, Bogmanninn. Ávinningur félags hennar af ríkisstyrkjunum er þannig rúmar 14 milljónir króna eða sem nemur tvennum árslaunum meðalmanns. Félag Gríms forstjóra og tengdra aðila, Kólfur, fær í sinn hlut sem nemur 218 milljónum króna af ríkisstyrknum ef litið er til eignarhluts

Bláa lónið hefur malað eigendum sínum gull.

Upplýst var í Kveik að hluthafar fyrirtækisins fengu rúmlega 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu á þremur árum fyrir faraldurinn. Bogmaður Ágústu hefur væntanlega þegið 187 milljónir af þeim peningum. Aðaleigandinn, Grímur Sæmundsen forstjóri, hefur ekki svarað spurningum um það hvort Bláa lónið eða hluthafar þess muni endurgreiða styrkina að hluta eða ekki. Mannlíf hefur líkt og aðrir fjölmiðlar reynt að ná í Grím en hann lætur hvergi ná í sig …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -