Slíta sambandinu eftir tæp 3 ár.
Fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sem við þekkjum öll sem Rikku, og fjallagarpurinn Haraldur Örn Ólafsson hafa slitið sambandi sínu eftir að hafa verið saman í tæp 3 ár. Samband þeirra vakti á sínum tíma mikla athygli og frægri ferð þeirra til Himalajafjalla, hæsta fjallgarðs heims, voru gerð góð skil í fjölmiðlum.
Rikka hefur verið starfandi í fjölmiðlum árum saman, sá meðal annars um geysivinsæla matreiðsluþætti á Stöð 2 árum saman og starfar nú í þættinum Ísland vaknar á útvarpsstöð Morgunblaðsins K100. Haraldur komst í sviðsljós fjölmiðla með afrekum sínum á Norður- og Suðurpólnum en hann var fyrsti Íslendingurinn sem þangað fór. Samband þeirra komst í fréttir fyrir tæpum þremur árum og síðan hafa reglulega birst af þeim fréttir í ýmsum útivistarævintýrum saman.