Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Risastór gagnaleki frá Héraðssaksóknara: Anton varð uppljóstrari lögreglu árið 2006

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Símhlustun þann 9. apríl 2015. Meðal málsgagna er afrit af símtali sem náðist við hlustun þar sem Hilmar Leifsson og Sævar Þór eru að setja út á að Anton fái að starfa óáreittur fyrir lögreglu og nefna m.a. [Steindór] í því sambandi. Í símtalinu segir Sævar Þór að hann hafi heyrt að Anton sé með tvær löggur í vasanum „Steindór og Hafþór eða eitthvað“. Ekkert sem bendir til annars en að hér hafi mennirnir verið að ræða orðróm á götunni um að kærði væri í óeðlilegu sambandi við Anton Kristinn.“

Þessi orð má finna í skjölum Héraðssaksóknara sem lekið var á Bland.is. Um er að ræða gríðarlegan gagnaleka. Nú er búið að eyða skjölunum þar sem til þeirra hefur náðst. Mannlíf hefur þau þó undir höndum. Skjölin þykja það viðkvæm að yfirvöld meta hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða til að stöðva uppljóstranirnar. Gögnin eru hluti af rannsókn á hendur Steindóri Inga Erlingssyni, lögreglufulltrúa við fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann lá undir grun um spillingu.

Steindór hefur nú verið hreinsaður af þeim ásökunum. Sá sem átti að hafa spillt honum er Anton Kristinn Þórarinsson afhafnamaður sem vísað er í hér að ofan. Anton er iðulega kallaður Toni og hefur lengi verið umtalaður vegna tengsla við fíkniefnamarkað á Íslandi.

Anton hefur lítið ratað í fjölmiðla undanfarin ár, fyrir utan fréttir af golfmótum. Hann var síðast í fréttum fyrir afbrot árið 2008 þegar hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni.

Þar sem rannsókn beindist að samskiptum Steindórs og Antons má í skjölunum finna ótal lýsingar af áralöngum samskiptum Antons við lögregluna. Þar kemur fram að Anton hafi verið uppljóstrari lögreglunnar frá árinu 2006 og það samband hafi byrjað af hans frumkvæði. Anton á hafa ítrekað reynt að nýta sér þetta samband, líkt og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2008. Þá var Anton handtekinn og óskaði hann þá eftir því að hringt yrði í Steindór lögreglumann. Héraðssaksóknari telur þó að lögreglan hafi ekki hlíft Antoni óeðlilega, líkt og kemur fram í eftirfarandi lýsingu af öðru atviki tveimur árum síðar:

„Málið varðar húsleit á heimili Antons Kristins þar sem nokkurt magn fíkniefna fannst. Fjórir lögreglumenn lýstu því að ýmislegt í tengslum þessa húsleit hafi ýtt undir grunsemdir þeira í garð kærða. Virðist það m.a. vera vegna þess að Kjartan Ægir Kristinsson segist hafa orðið vitni að orðasennu á milli [Steindórs] og Karls Steinars Valssonar í kjölfarið auk þess sem þeim hafi þótt skrítið að Anton Kristinn væri það bíræfinn að vera með ræktun heima hjá sér. Þótti einhverjum það til marks um að hann nyti hugsanlega verndar. Daginn sem leitin fór fram er hins vegar bókað í Höndlaranum að Anton Kristinn hafði samband við [Steindór] og sagðist hafa heyrt að lögreglan væri heima hjá honum og staðfesti [Steindór] að hann hefði líka heyrt það. Sagði hann Anton hafa verið mjög ósáttan við að hafa ekki verið látinn vita af þessu fyrirfram en kærði sagt honum að það gætu þeir ekki gert.“

- Auglýsing -

Mannlíf mun halda áfram að fjalla um skjölin sem varpa ljósi á innri átök lögreglunnar sem staðið hafa um árabil. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -