Laugardagur 18. janúar, 2025
3.3 C
Reykjavik

Risastór heilsulind World Class í Njarðvík í startholunum: „Ég er fimm mínútur á flugvöllinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum að klára endanlegan samning og stefnum að undirskrift í næstu viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class, í samtali við Mannlíf.  Hann vísar þarna til risaverkefnis World Class sem er að hefjast á næstunni. Um er að ræða World Class stöð, baðlón og heilsuhótel. Þess utan verður sjóbaðsaðstaða með gufu og heitum pottum á svæðinu sem er við sjóinn í grennd við Fitjar í Reykjanesbæ. Björn reiknar með að opna nýju heilsulindina, sem stendur við 2400 fermetra baðlón eftir þrjú ár að óbreyttu. byggingarnar verða um 8400 fermetrar.

Teikning gaf væntanlegri byggingu World Class í Njarðvík.

„Við ákváðum að staðsetja okkur miðsvæðis í Reykjanesbæ þaðan sem er örstutt á flugvöllinn. Ég er fimm mínútur að aka á flugvöllinn,“ segir Björn.

Við erum með góða eiginfjárstöðu

Víst er að hin nýja heilsustöð er að róa á svipuð mið og Bláa lónið í Grindavík. Þangað tekur um hálftíma að aka frá Leifsstöð.

Sem dæmi um stærð framkvæmdarinnar þá er áætlað að kostnaðurinn verði 10 milljarðar króna. Björn segist ekki óttast kostnaðinn. Áhættan sé lítil.

„Við erum með góða eiginfjárstöðu og ráðum vel við verkefnið,“ segir hann.

Fyrir Reykjanes og þá sérstaklega Njarðvík og Keflavík mun nýja heilsuhótelið hafa gríðarlega mikla þýðingu. Björn segir að um 100 manns fái vinnu við starfsemina. Þá er ekki búið að taka inn í reikninginn þau umsvif sem verða á framkvæmdatímanum. Hann á von á því að Íslendingar sæki í nýja lónið ekki síður en erlendir ferðamenn.

- Auglýsing -

„Við erum með um 50 þúsund félaga í World Class. Þeir verða með aðgang að nýju stöðinni okkar og sjóðböðunum,“ segir Björn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -