Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rithöfundar reiðir og fá lögmenn gegn Storytel: „Eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarleg óánægja er meðal rithöfunda og útgefenda vegna viðskipta þeirra við Storytel sem þeir telja að arðræni sig og skili smánarlaunum til höfunda.

„Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, við vefmiðilinn Vísi og telur hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna höfundanna sé seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið hefur leitað aðstoðar lögfræðinga vegna viðskiptanna.

Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti nýlega uppgjör ársins 2023 frá útgáfufyrirtækinu sínu. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á Storytel. Uppgjörið vakti athygli og undirstrikaði smánarlaun höfundarins.

Margrét segir það vera vandamál höfundar er að vera ekki með samninga við Storytel og fá ekki að sjá gerða samninga. Útgefendur bókanna sjái einir i um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók.

Þá sjái útgefendurnir alfarið um gerð hljóðbóka og selja Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum.

Í grein Vísis er bent á að hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fari eftir lengd bóka. Barnabókarithöfundar fái því gjarnan lægri upphæðir greiddar.

- Auglýsing -

Margrét segir vandamálið vera það að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir séu ekki á móti hljóðbókum en vilji ekki að verk þeirra sé seld langt undir kostnaðarverði.

„Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét.

Rithöfundasambandið ráðleggur nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum í stað þess að selja útgefanda sínum hann.

- Auglýsing -

„Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -