Mánudagur 20. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Ritstjóri DV hitti fyrir tilviljun föður: „hættu­legasta manns inter­netsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Þor­finns­son, rit­stjóri DV, segir frá því í pistli í dag að hann hafi farið út á lífið með föður Andrew Tate, sem hefur verið nefndur hættu­legasti maður inter­netsins. Tate hefur verið bannaður af nær öllum sam­fé­lags­miðlum á síðustu vikum vegna við­horfa sinna en Björn og föður hans hittust fyrir algjörri tilviljun.

„Það kom svo­lítið á mig þegar ég las fréttir er­lendra og ís­lenskra miðla um að sam­fé­lags­miðla­stjarnan og milljarða­mæringurinn Andrew Tate væri sagður „hættu­legasti maður inter­netsins,“ skrifar Björn á DV.

„Hann er geysi­vin­sæll á helstu sam­fé­lags­miðlum, sér­stak­lega hjá ungum drengjum, en á veitunum úðar hann út ó­geð­felldum skoðunum sínum sem ein­kennast af kven­hatri og for­dómum. Stærstu sam­fé­lags­miðla­veiturnar hafa ein af annarri lokað á Tate og því á eftir að koma í ljós í hvaða myrku af­kimum inter­netsins hann mun ná að spúa eitri sínu næst. Ég hef blessunar­lega aldrei hitt Andrew Tate en ein­hvern veginn finnst mér ég eins og ég þekki hann lítil­lega. Þetta er sagan af því þegar ég datt í það með föður „hættu­legasta manns inter­netsins,“ bætir hann við.

Björn segist hafa hitt Emory Tate, föður Andrew, þegar hann tók þátt í skipu­leggja al­þjóð­legt skáks­mómt, Reykja­vík International árið 2007.

„Hann hafði sam­band og vildi endi­lega heim­sækja Ís­land og við á­kváðum að bjóða honum yfir hafið til að taka þátt enda hafði ég oft lesið um kappann sem var hálf­gerð rokk­stjarna í banda­ríska skák­sam­fé­laginu. Hann var flug­gáfaður vél­byssu­kjaftur, talaði fjölda tungu­mála, þar á meðal rúss­nesku, og hafði átt far­sælan feril í banda­ríska flug­hernum. Hann þótti tefla ein­stak­lega skemmti­lega og hafði lag á því að valta yfir sterka stór­meistara þó inn á milli gerðust slys gegn veikari skák­mönnunum.

Hann virtist líka geisla af sjálfs­trausti, sagðist aldrei æfa sig eða stúdera skák heldur settist bara niður og léti vaða. Leikurinn flókni væri honum í blóð borinn og hann var gjarn á að benda á að ef hann hefði haft þjálfarana og tæki­færin til að helga sig skáklistinni þá væri hann einn af þeim allra bestu í heiminum. Ef maður hefði getað tappað sjálfs­trausti Emory Tate á flöskur og selt þá væri maður vell­auðugur.

- Auglýsing -

Emory hafði heyrt lof­ræður um ís­lenskt nætur­líf og því varð það úr, eitt föstu­dags­kvöld á meðan á mótinu stóð, að ég heim­sótti hann á hótelið hans í mið­bænum til þess að sýna honum dýrðina. Hann bauð mér inn, reif síðan upp 1 lítra vodka­flösku og skenkti í tvö glös. Ég var byrjaður að skima um her­bergið eftir ein­hvers­konar í­blöndun þegar Emory lyfti upp glasi og sagði: „We drin­k it like the Russians.

Emory Tate var fæddur árið 1958 og hafði greini­lega orðið fyrir þeim á­hrifum af Kalda stríðinu að Rússar væru upp­haf og endir alls ills. Skáklistin var því að mörgu leyti nokkuð ó­heppi­leg í­þrótt fyrir kappann enda hafa Rússar iðu­lega borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir á þeim vett­vangi og á al­þjóð­legum mótum er venju­lega allt krökkt af ógnar­sterkum Rússum. Hann sá því ó­vini á hverju horni á skák­mótum,“ skrifar Björn.

Hér er hægt að lesa frá­sögn Björns í heild sinni á DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -