Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Robert Douglas þakkar Semu fyrir að vekja athygli á „ógeðslegum rasisma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Robert Douglas, leik­stjóri og upp­lýs­inga­stjóri Pírata, þakkar Semu Erlu Ser­d­ar, stofnanda hjálparsamtakanna Solaris, fyr­ir að vekja at­hygli á „ógeðsleg­um ras­isma“.

Tilefni skrifanna er gagnrýni Semu á Facebook á myndband sem Björn Bragi tók af Pétri Jóhanni á laugardag í fertugsafmælisveislu Egils Einarssonar um síðustu helgi. Í myndbandinu heyrist Björn Bragi Arnarsson hlæja og í lokin hlær Egill að tilburðum Péturs Jóhanns. Aroni Pálmarssyni bregður síðan fyrir rétt undir lokin.

„Takk Sema Erla Serdar fyrir að vekja athygli á þessum ógeðsla rasisma,“ skrifar Robert á Facebook og birtir umrætt myndband með færslunni. „Ef þú hugsar með þér „það má ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá ertu hluti af vandamálinu og þarft að fara í góða innri sjálfsskoðun. Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“

Mynd / Skjáskot Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -