Robert Douglas, leikstjóri og upplýsingastjóri Pírata, þakkar Semu Erlu Serdar, stofnanda hjálparsamtakanna Solaris, fyrir að vekja athygli á „ógeðslegum rasisma“.
Tilefni skrifanna er gagnrýni Semu á Facebook á myndband sem Björn Bragi tók af Pétri Jóhanni á laugardag í fertugsafmælisveislu Egils Einarssonar um síðustu helgi. Í myndbandinu heyrist Björn Bragi Arnarsson hlæja og í lokin hlær Egill að tilburðum Péturs Jóhanns. Aroni Pálmarssyni bregður síðan fyrir rétt undir lokin.
„Takk Sema Erla Serdar fyrir að vekja athygli á þessum ógeðsla rasisma,“ skrifar Robert á Facebook og birtir umrætt myndband með færslunni. „Ef þú hugsar með þér „það má ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá ertu hluti af vandamálinu og þarft að fara í góða innri sjálfsskoðun. Rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“
Mynd / Skjáskot Facebook