Róbert Gíslason, sonur leikarans Gísla Rúnars Jónssonar, kom að föður sínum látnum eftir sjálfsvíg hans fyrir ári síðan.
„Þennan dag hrundi ekki bara heimurinn minn gersamlega; heldur hrundi allur heimurinn á svo óhuggulegan hátt að ég get ekki lýst því. Allt gjörsamlega hrundi og ég fann fyrir mikilli breytingu: Ég var í sjokki.“ segir Róbert og bætir við:
„Ég var eins og í sprengjulosti að því leyti að skelin mín var svoleiðis hrist og allt inni í henni í henglum. Ég held að fyrstu fjóra mánuðina hafi ég bara verið í „shell shock“ eins og hermenn lýsa – þótt maður beri þetta ekkert saman; ég hef aldrei verið í neinu stríði.“
Róbert nefnir að honum fannst „óhuggulegast að ég gerði mér í rauninni ekkert grein fyrir hvað ég var virkilega hristur; var eiginlega bara sannfærður um að ég væri að höndla þetta mjög vel og fékk einhverja ábyrgðartilfinningu.“
Oft hefur verið sagt að daprastur allra sé trúðurinn þegar hann er ekki að skemmta og gleðigjafinn Gísli Rúnar var í hópi þekktra leikara sem földu og fela enn kvölina í sál sinni á meðan þeir fá fólk til að brosa og hlæja.
Mörgum finnst Róbert vera líkur föður sínum heitnum í útliti; hefur erft eitt og annað frá honum; hæfileika; eiginleika; bresti og fíkn. Róbert er á góðri leið til bata og biður fólk almennt um að sýna meiri skilning til handa þeim sem glíma við kvíða – þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.
„Ég er ekki reiður út í pabba; ekki sár út í hann. En mér líður mjög oft illa yfir því að hugsa um það hvað honum leið illa í alvörunni; því ég veit hvað honum leið virkileg og óhuggulega illa.“
Heimild: Fréttablaðið