- Auglýsing -
Frekar fáir skjálftar voru í nótt á Reykjanesskaga og flestir þeirra náðu ekki stærðinni þrír. Nóttin var því heldur tíðindaminna en gærdagurinn þar sem ríflega 3.000 skjálftar mældust. Frá miðnætti mældust um 600 skjálftar.
Aðeins einn jarðskjálfti mældist stærri en þrír í nótt og varð hann í tæplega 4 km fjarlægð suður af Fagradalsfjalli. Sem fyrr er ekki byrjað að gjósa á svæðinu og ekki mælist órói.
Eins og áður sagði var talsvert fjörugri með yfir 3.000 skjálfta þar sem sá stærsti mældist 5,4 að stærð.