- Auglýsing -
Síðasta sólarhring mældust hátt í 2.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga en aðeins fjórir þeirra voru yfir þremur að stærð. Engu að síður telur Veðurstofa Íslands of snemmt að lesa nokkuð úr því og líkurnar á gosi aukast enn með degi hverjum.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að áfram sé búist við því að gos brjótist út á Reykjanesi og líkurnar á því fara vaxandi eftir því sem ástandið varir lengur. Hins vegar hefur líklegasti gosstaðurinn færst í norðuaustur eftir kvikuganginum undir Fagradalsfjalli.