Maður sem er meðlimur í Facebook hópnum Vesturbærinn setti þar inn rómantíska frásögn í gær sem bræddi aðra meðlimi hópsins.
„Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan, horfðir yfir salinn í leit að sæti og fannst þú ekki finna það, fékkst þér vatnssopna horfðir aftur beint í augu mér og gekkst svo út.
Kveðja úr Vesturbænum.“
Viðbrögðin við færslunni hafa verið gríðarleg en þegar þetta er ritað hafa alls 775 líkað við hana og hátt í 40 athugasemdir verið skrifaðar og eru þær allar á svipaðan máta, þakklæti fyrir fallega frásögn.
Til dæmis er Eygló nokkur mjög hrifin. „Þetta er það dúllulegasta sem ég hef lesið á facebook.“
Hlín er spennt fyrir framhaldinu. „Ástir og örlög í Vesturbænum. Bíð spennt eftir framhaldssögu.“
Raggi er einnig mjög ánægður með þessar færslu. „Fallegt brot úr hvunndagsleikanum í vesturbænum. Takk fyrir að deila þessu.“
Þórunn Antonía, söngkona tjáir sig einnig við færsluna. „Omg en FALLEGT.“
Nú er bara að bíða og sjá hvort örlögin leiði þau saman aftur og ástin kvikni en eins og Mark Twain sagði: „Þegar þú fiskar eftir ástinni, skaltu beita hjarta þínu frekar en heilanum.“