Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Rósa er neytandi vikunnar: „Væri til í að sleppa þessum stresstilboðum og lækka bara vöruverð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rósa Ásgeirsdóttir er leikkona og tónskáld að mennt. Hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu síðan árið 2008, bæði sem leikkona og lagahöfundur. Rósa hefur samið mikið af tónlist fyrir söngleiki, hljómsveitir, sjálfa sig og aðra, en nýverið samdi hún tónlist fyrir leikna barnaþætti á sjónvarpsstöðinni N4, sem heita Himinlifandi. Rósa hefur líka talsett barnaefni. Hún býr í miðbænum og á rúmlega eins árs gamla dóttur.

Rósa Ásgeirsdóttir er neytandi vikunnar hjá Mannlífi.

 

Hvar kaupir þú eða fjölskylda þín helst inn mat og rekstrarvörur til heimilisins og hversu hár er sá kostnaður að jafnaði á mánuði?

„Krónunni og Bónus. Heildar upphæðin er mjög misjöfn eftir mánuðum.“

 

Hvaða aðferðum beitir þú til að nýta mat sem best?

„Ég kaupi minna í einu af mat sem á það til að skemmast, eins og mjólk og þess háttar. Sumt kaupi ég í magni, set í minni einingar og frysti. Þá passa ég að útbúa það vel í frystinn svo það komi síður frystibragð af matnum. Ég er viðkvæm fyrir því.“

- Auglýsing -

 

Hvert er þitt helsta sparnaðarráð?

„Fara södd í matvörubúðina til að versla ekki allt sem mig langar í þá stundina. Versla barnaföt í Barnaloppunni eða svipuðum búðum. Allt árið um kring eru útsölur og afsláttardagar og ef ég þarf að kaupa eitthvað nýtt þá reyni ég að hitta á svoleiðis daga.“

 

- Auglýsing -

Er allt rusl flokkað heima hjá þér? Ef svo er, hvaða verklag hefur reynst þér eða fjölskyldu þinni best til að tryggja að allt rusl sé flokkað?

„Já, ég reyni að flokka allt, en ég er langt frá því að vera með allt á hreinu. Það varð öll flokkun mun þægilegri og einfaldari eftir að ég kom upp sér flokkunarkerfi sem passaði inn í eldhúsinnréttinguna.“

 

Hvaða hreinsiefni eru notuð heima hjá þér?

„Gallsápan er mitt uppáhald fyrir blettóttan fatnað og það er sennilega mest notaða hreinsiefnið hér heima verandi með barn á heimilinu. Svo er ég mikið að vinna með Grone Balance vörurnar í hreingerningar og Neutral í þvottinn.“

 

Kaupir þú helst ný eða notuð húsgögn?

„Það er allur gangur á því hjá mér, en meirihlutinn af húsgögnunum hjá mér eru notuð. Rúmdýnu vil ég þó kaupa nýja.“

 

Átt þú bíl? Hve miklu eyðir þú að jafnaði í samgöngur á mánuði? 

„Ég er búin að vera flakkandi á milli þess að eiga bíl og eiga ekki bíl. Núna síðast komst ég að því að ég eyddi óþarflega mikið í hlaupahjól. Ég er nýkomin á bíl aftur og ekki komin nein reynsla á eyðslu ennþá. Nota bílinn nær eingöngu til að skutla og sækja barnið til dagmömmu og þegar ég þarf að skreppa í gigg eða stórinnkaup. Ég bý í miðbænum (101) og það er flest allt sem ég þarf hérna nálægt.“

 

Leggur þú fyrir? Ef svo er, í hvaða formi er sparnaðurinn?

„Ég er með sparnaðarreikning þar sem ákveðin upphæð fer inn á mánaðarlega. Svo var ég að stofna nýjan sparnaðarreikning um daginn sem heitir Japan. Vinkona mín spurði á Facebook hvað það væri sem mann langaði til að gera í lífinu en maður hefði aldrei gert. Ég svaraði „fara til Japan“ og þá svaraði hún mér að ég ætti að stofna reikning, leggja fyrir 200 krónur á dag og eftir nokkur ár gæti ég farið til Japan og dóttir mín væri þá líka orðin nógu gömul til að fara með og geta munað eftir ferðinni. Mér fannst þetta svo fyndið að ég dreif í því.“

 

Hvernig finnst þér verðlag á Íslandi?

„Allt of hátt, helst skrifað með caps lock. Það er í alvöru fáránlegt að það sé ódýrara að versla í gegnum erlendar netsíður plús póstsending heldur en að versla hér heima. Fyrst og fremst myndi ég vilja styðja íslenska framleiðslu en hef því miður ekki alltaf efni á því. Mér finnst matvörubúðir orðnar rosalegar.“

 

Ert þú með fasteignalán? En önnur lán? 

„Já, bæði fasteignalán og námslán.“

 

Hvaða breytingu myndir þú vilja sjá sem neytandi?

„Ég er orðin svo þreytt á útsölum og sumar, vetur, vor og hausttilboðum, black friday, singles day, pop-up og hvað þetta allt heitir. Ég væri til í að sleppa þessum stress tilboðum og lækka bara vöruverð almennt.“

 

Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?

„Skannað og skundað appið hjá Krónunni. Gæti ekki mælt meira með því. Tímasparnaður að þurfa ekki að rífa allt upp úr körfunni aftur og maður getur séð nákvæmlega hvað upphæðin í pokanum er orðin há. Takk Krónan og megi aðrar búðir taka upp á þessu sama.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -