Rósinkrans Már Konráðsson, sem leitað hefur verið síðan 25. september síðastliðinn, fannst látinn í sjónum í Köpingsvik á Öland nú rétt fyrir hádegi. Vísir greinir frá fundinum.
Hefur Vísir eftir Östenbladet að hann hafi fundist nálægt þeim stað sem hann týndist eftir að hafa dottið af sæþotu.
Hvarf Rósinkrans var tilkynnt eftir að vitni sagðist hafa séð manninn falla af sæþotunni um það bil 200 metra frá landi. Sagði vitnið að maðurinn hafi virst vera í blautbúningi en ekki í björgunarvesti.
Vinir og fjölskylda Rósinkrans héldu til Svíþjóðar og aðstoðuðu við leitina að honum. Bátar, þyrlur og kafarar voru notaðir við leitina.
Rósinkrans, sem var um fertugt, lætur eftir sig unnustu og þrjá syni.