Stjórnarformaður HS Orku segir Björk Guðmundsdóttur hafa skorið upp „óupplýsta“ herör gegn Magma og sér persónulega í upphafi stjórnarformannstíð hans. Fyrir vikið hafi vegurinn verið grýttur frá upphafi.
Þetta kemur fram í ávarpi Ross Beaty, stjórnarformanns HS Orku, í ársskýrslu fyrirtækisins. Beaty hefur verið stjórnarformaður fyrirtækisins í tíu ár en í ávarpinu kemur fram að þetta verði líklega hans síðasta ár.
„Ég vona að mér hafi tekist að sýna fram á það með góðum verkum og réttu fyrirkomulagi að undir okkar stjórn hafi HS Orka þróað orkulindir jarðhita á ábyrgan hátt, ekki aðeins í hag hluthafa fyrirtækisins, heldur einnig íslenska ríkisins og landsmanna allra,“ skrifar Ross.
Hann nefnir þrjú mál sem hann segir hafa sett svip á stjórnarferil hans. Þrjú málaferli við Norðurál, borun dýpstu háhitaborholu heims í Reykjanesi 2016-2017 og þróun Brúarvirkjunar og 4. áfanga Reykjanesvirkjunar.
Kaup Magma á HS Orku á árunum eftir efnahagshrun voru afar umdeild. Seljendur voru sveitarfélög á Suðurnesjum.