- Auglýsing -
Maður ruddist inn á heimili í Kópavogi um klukkan sex í gær og tók þar hund sem hann sagðist eiga. Börn voru á heimilinu og voru þau skelfingu lostin.
Húsráðandi sagði það ekki rétt að maðurinn ætti téðan hund. Maðurinn sem réðist inn á heimilið er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögreglan segir að vitað sé hvar maðurinn er og er málið í rannsókn.