Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Rúðubrjótur handtekinn í Hlíðunum – Ofbeldisseggur læstur inni í fangageymslu eftir árás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nóttin og gærkvöldið einkenndust helst af ölvuðum og dópuðum ökumönnum sem staðnir voru að verki þar sem Þeir stefndu samborgurum sínum í stórhættu með því að aka án þess að hafa athygli og dómgreind í lagi. Mánaðrmót að baki og gleðimenn og drykkjusvolar komnir á kreik.

Tveir ökmenn voru stöðvaðir í austurborginni, grunaðir um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr þeim blóð og þeir látnir  lausir að lokinni sýnatöku.

Ofbeldisseggur var handtekinn vegna líkamsárásar, Fórnarlambið reyndist vera með minniháttar meiðsli. Gerandinn var handtekinn og læstur inn í fangageymslu. Á svipuðum slóðum var maður á sveimi, illa áttaður og í annarlegu ástandi. Hann var læstur inni og látinn sofa úr sér.

Í miðborginni var ökumaður handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit fundust á honum fíkniefni. Hann var vistaður í fangageymslu.

Rúðubrjótur var á ferð í Hlíðunum. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í Hafnarfirði. Gerandinn hvarf sporlaust.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Breiðholti fyrir að svína á stöðvunarskyldu. Mál þeirra voru afgreidd með sekt.

- Auglýsing -

Ökumaður stöðvaður við akstur í Kópavogi. Hann var sviptur ökuréttindum og sektaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -