Það var klukkan þrjú í nótt þegar óskað var eftir aðstoð lögreglu í Breiðholt vegna innbrots og þjófnaðar. Þegar lögregla mætti á vettvang handtók hún tvo aðila vegna málsins en er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Reyndist hann einnig hafa verið sviptur ökuréttindum. Fyrr um nóttina sinnti lögregla útkalli vegna líkamsárásar í Kópavogi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort árásin hafi verið alvarleg.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir með stuttu millibili í kringum miðnætti en báðir ökumenn voru á ofsahraða. Sá fyrri mældist á 140 km/klst hraða þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Sá seinni ók enn hraðar og mældst á 147 km/klst hraða þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Nóttin hjá lögreglu var því nokkuð róleg ef marka má færslur í dagbók lögreglu nú í morgunsárið.