Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Rukkara smálána hent út úr sparisjóðnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sparisjóður Strandamanna hefur ákveðið að hætta að innheimta fyrir Almennu innheimtuþjónustuna sem hefur rukkað fyrir hin alræmdu smálánafyrirtæki. Smálánafyrirtækin hafa innheimt gríðarlegar upphæðir af þeim sem festast í neti fyrirtækjanna. Margir harmleikir eru raktir til þess að fátækt fólk hefur látið glepjast til þess að taka smálán og ekki ráðið við greiðslubyrðina. Sparisjóður Strandamanna hefur átt hlut að máli við að senda út kröfur á skuldarana. Björn Líndal Traustason er sparisjóðsstjóri. 

Neytendasamtökin hafa lengi skorað á sparisjóðinn, sem er með aðsetur á Hólmavík, að láta af þjónustu sinni við okurfyrirtækin. Sparisjóðurinn þumbaðist lengi við en eftir langa baráttur hefur ný stjórn sjóðsins ákveðið að láta af þjónustunni við Almenna innheimtuþjónustuna. Neytendasamtökin fagna sigri á heimasíðu sinni og segja sparisjóðinn hafa séð að sér. 

Innheimtufyrirtækið Almenn innheimta er í eigu Gísla Kristbjörns Björnssonar og rekið til að innheimta kröfur vegna smálána. Lánin eiga sér stað þrátt fyrir lög um neytendalán og hefur reynst erfitt að stöðva innheimtustarfsemina sem fellur utan eftirlits Fjármálaeftirlitsins.

Rúmt ár er síðan Neytendasamtökin hvöttu Sparisjóð Strandamanna fyrst til að hætta viðskiptum við Almenna innheimtu og koma þannig í veg fyrir aðgang fyrirtækisins að greiðslumiðlunarkerfinu. Núna hefur ný stjórn Sparisjóðsins gefið það út að viðskiptum við Almenna innheimtu verði hætt og er það mikilvægt skref í baráttunni við ólöglega smálánastarfsemi.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna segir að smálánafyrirtækin hafi lengi komist upp með skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Ein ástæðan sé sú að Almenn innheimtan hafi starfað án eftirlits og innheimtuleyfis. Úrrskurðarnefnd lögmanna hafi staðfest í máli lántakanda að Almenn innheimta hafi brotið innheimtulög.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -