Guðrún Eva Mínervudóttur, einn besti rithöfundur þjóðarinnar, ræddi um hvernig hún fór á flug sem rithöfundur um aldamótin. Hún fór yfir líf sitt í samtali við bræðurna Gunnar og Davíð Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu.
Guðrún segir svo frá að fyrir um fimm árum klessti hún einfaldlega á vegg með sjálfa sig. Hún fann að hún var að brenna upp í báða enda, tætt að innan og korter í kulnun, jafnvel tíu mínútur.
Hún leitaði sér hjálpar hjá vinkonu sinni sem sendi hana til dáleiðara frá Rúmeníu, en sá kenndi Guðrúnu Evu að það eina sem hún gæti gert í þessu ástandi væri að hugleiða; að hugleiðslan leiddi hana í djúpslökun.
Og í kjölfarið fór Guðrún Eva að ná fótfestu á nýjan leik í lífinu á hátt sem henni var ekki kunnugur um áður.
Breytingin varð mikil og segir Guðrún Eva að hún hafa farið úr því að vera barn hraðans í rólegheit og áreynsluleysi.
Hún segir að síðan þá hafi hún starfað sem rithöfundur án strits, hraða og streytu.