Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Rúmlega 130 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lyfjastofnun hafa borist 2100 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir vegna bólusetningar við covid-19, flestar þeirra eru þó minniháttar.

Um 240 þúsund manns eru nú fullbólusettir hér á landi og eiga um 25 þúsund eftir að fá síðari sprautuna.
Eftir næstu viku hefst sumarfrí og verður þá hlé gert á bólusetningum. Í seinustu vikunni fyrir sumarfrí verður bólusett með AstraZeneca, Moderna og Pfizer.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir í samtali við RÚV tilkynningar um aukaverkanir vera svipað hlutfall og í nágrannalöndum okkar.

„Raunverulega á pari við það sem við gerðum ráð fyrir. Það er ekkert þannig séð óvanalegt við þetta. Algengustu aukaverkanirnar eru hiti, höfuðverkur, bein- og vöðvaverkir, slappleiki og þreyta. Þetta er svona topp fimm og virðist vera mjög svipað fyrir öll bóluefni,“ segir Rúna.

Af þeim 2100 tilkynningum sem borist hafa teljast rúmlega 130 sem alvarlegar, 26 þar af tengjast andláti eftir bólusetningu. Ekki hafa verið talin bein tengsl milli bólusetningar og tilkynntra andláta samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi.

Tæplega tveir af hverjum hundrað sem fengið hafa bóluefni Moderna hafa tilkynnt um aukaverkanir. Hafa hlutfallslega flestar tilkynningar borist vegna þess. Vegna AstraZeneca hafa borist eitt prósent tilkynninga, Pfizer með 0,6 prósent og Janssen með 0,4 prósent.
Samkvæmt Rúnu getur þó margt skekkt þessar tölur, til að mynda hafa sum þessara bóluefna verið töluvert meira notuð en önnur og einnig verið munur á notkun bóluefna milli aldurshópa.

- Auglýsing -

„Eiginlega eftir því sem fólk er eldra þá koma alvarlegri aukaverkanir. Það segir sig sjálft að þessi aldurshópur er með fleiri undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Rúna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -