Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Rúmlega 50 skjálftar frá miðnætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áfram mælast skjálftar í grennd við Grindavík og dagurinn hefur einkennst af smáskjálftavirkni er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Frá miðnætti hafa rúmlega 50 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir undir 2 að stærð.

Frá 21. janúar hafa yfir 1300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, og eru þeir flestir staðsettir í SV/NA stefnu um 2 km NA af Grindavík.

Nýjasta GPS úrvinnslan sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um 5 cm frá 20. janúar sl og sýna gervitunglamyndir sömu þróun.

Með landrisi má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni.

Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar þar sem farið verður yfir stöðuna við Grindavík.

Sjá einnig: Jörð kraumar í „nafla alheimsins“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -