Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Rúna Lind ljósmyndari stödd í útgöngubanni á Nýja-Sjálandi: „Hér er bara engin áhætta tekin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný-Sjálendingar eru sú þjóð í heiminum sem hvað best hefur gengið í baráttunni við hinn skæða heimsfaraldur Covid 19.

Þegar veiran fór að láta á sér kræla á sínum tíma brugðust stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hratt við og aðgerðir stjórnvalda voru mjög harðar en árangursríkar.

Landinu, sem samanstendur af tveimur stórum eyjum og 700 hundruð litlum eyjum, var einfaldlega lokað og staðan þar miðað við önnur lönd í heiminum varð strax sérstaklega góð og íbúar Nýja-Sjálands bjuggu hafa ekki þurft að búa við harðar sóttvarnarreglur vegna lokunar landsins; innan þess gekk því lífið sinn vanagang nema að íbúum var ekki leyft að ferðast til annarra landa og ekki var heimilt fyrir ferðamenn að koma þangað.

Fegurð Nýja-Sjálands er með hreinum ólíkindum.

Árangurinn lét ekki á sér standa; áfram voru haldnar útihátíðir og fólk lifði sínu lífi eins og vanalega, því veirunni var einfaldlega ekki „hleypt“ inn í landið.

Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir ljósmyndari hefur um langt árabil verið búsett á Nýja-Sjálandi ásamt eiginmanni sínum, Arana George Kuru, sem er frá Nýja-Sjálandi og börnum þeirra þremur.

Rúna Lind sagði í samtali við Mannlíf að „við fengum fréttir af því að það væri komið upp samfélagssmit í Auckland, sem tengist ekki landamærunum, og í kjölfarið voru svo fréttir um smitið á öllum miðlum hér,“ segir Rúna Lind og bætir við:

- Auglýsing -

„Okkur var einfaldlega tilkynnt að Nýja-Sjáland væri lokað á nýjan leik; komið var á fjórða stigs lokun strax, sem á að gilda í nokkra daga, en borginni Auckland yrði lokað í að minnsta kosti viku.“

Þar sem Rúna Lind og fjölskylda hafa eðlilega vanist ástandinu á Nýja-Sjálandi – sem hefur verið margfalt betra en hér á Íslandi, og í heiminum öllum, komu þessar fréttir henni lítið á óvart og hún er alls ekki ósátt við viðbrögð stjórnvalda, enda hafa ákvarðanir þeirra verið mikils metnar af Ný-Sjálendingum, og í heiminum öllum er borin mikil virðing fyrir aðgerðum stjórnvalda á Nýja-Sjálandi:

„Stjórnvöld hér eru svakalega ströng; þetta var bara einn maður fyrst sem um var að ræða, og þeir halda að þetta sé Delta-afbrigðið, en það hefur ekki enn fengist staðfest – en stjórnvöld eru afar smeyk við Delta, skiljanlega, því þetta afbrigði dreifir sér mjög hratt, eins og sést hefur á Íslandi og víðar. Og nú í dag eru að berast fréttir um fleiri smit.“

- Auglýsing -

Hún segist því skilja varfærni stjórnvalda og strangar aðgerðir þeirra vel þótt að sjálfsögðu engum finnist gleðilegt að landinu hafi verið lokað á nýjan leik:

„Hér er bara engin áhætta tekin varðandi Covid 19 og Nýja-Sjálandi hefur bara verið lokað, einn, tveir og þrír.

Ein af mörgum stórkostlegum ljósmyndum Rúnu Lindar, en myndir hennar hafa verið sýndar víða um heim og fleiri myndir má sjá á heimasíðu hennar og samstarfskonu hennar, Holly, hér: https://www.runaandholly.com/?fbclid=IwAR2_He0wV6JAP9IaNN3WNE8AKYwqKyJZcOcDnAT1aS4_si0KJ5bxl6e8XSc

Mögulega finnst einhverjum þetta vera ýkt viðbrögð eða aðeins of sterk, en árangurinn er mjög bersýnilegur – hér hefur verið tekið fast á málum og miðað við árangurinn er í raun enginn algjörlega ósáttur því staðan í þjóðfélaginu hér er með besta móti í þessari ömurlegu baráttu við heimsfaraldurinn,“ segir Rúna Lind.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -