Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Rúna Sif Rafnsdóttir, hetja ársins: „Eldur Elí er mesta hetjan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjöri Mannlífs um Hetju ársins 2021 er lokið og úrslit liggja fyrir. Ljóst er að fórnfýsi og gæska Rúnu Sifjar Rafnsdóttur snertu streng í hjörtum lesenda. Rúna Sif lagði sín lóð á vogarskálarnar til að bjarga lífi átta mánaða drengs, Elds Elís, og gaf honum hluta af lifur sinni sem var honum lífsnauðsynleg.


Rúna Sif átti ekki heimangengt og því varð úr að Eydís Lilja, frænka Elds Elís, tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd. Eydís Lilja var einnig reiðubúin, ef til þess hefði komið, að gefa Eldi Elí hluta lifrar sinnar.

Eydís Lilja tekur, fyrir hönd Rúnu Sifjar, á móti viðurkenningarskjali úr hönd Reynis Traustasonar. Mynd: Róbert Reynisson.

Rúna Sif Rafnsdóttir er sannarlega vel að titlinum Hetja ársins 2021 komin og óskar Mannlíf henni til hamingju.

Rúna Sif Rafnsdóttir
„Eldur Elí er mesta hetjan,“ segir Rúna. Mynd: Rúna Sif Rafnsdóttir

Rúna Sif er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið á Tálknafirði í þrjú ár og segir að fjölskyldunni líði mjög vel þar.

Þegar henni voru færð tíðindin af vali ritstjórnar og lesenda Mannlífs tók hún þeim af mikilli hógværð. „Tilfinningin er yndisleg og maður finnur hvað fólki þykir vænt um fallegu söguna okkar, og hvað þetta endaði vel er hreint út sagt kraftaverk,“ sagði Rúna Sif og bætti við: „En ég var svo sannarlega ekki ein í þessu liði og án allra hinna hefði ég lítið getað gert. Ég vil nefna Jónatan, manninn minn, sem tók hvert einasta skref með mér, Kristínu og Bjarka, foreldra Elds Elís, alla lækna og hjúkrunarfræðinga, fjölskylduna okkar allra og vini okkar, og auðvitað Eld Elí. Eldur Elí er að mínu mati mesta hetjan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -