Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Rupert Grint er orðinn pabbi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rupert Grint, sem varð heimsfrægur í hlutverki Ron Weasley í myndunum um Harry Potter, er orðinn faðir. Unnusta hans, Georgia Groome, fæddi dóttur á dögunum, en parið hafði tilkynnt að von væri á þeirra fyrsta barni fyrir rúmum mánuði síðan.

Í yfirlýsingu frá almannatengli parsins segir að Rupert og Georgia séu himinlifandi yfir að geta staðfest að dóttir þeirra sé fædd. Það séu hins vegar vinsamleg tilmæli þeirra að fjölmiðlar og aðrir virði einkalíf þeirra á þessum sérstöku tímamótum.

Þau Rupert og Georgia hafa verið saman síðan árið 2011 en passa einstaklega vel upp á einkalíf sitt og hafa ekki verið mikið í sviðsljósi fjölmiðlanna, svo þessi tilmæli koma ekki á óvart Ekki fylgir sögunni hvað dóttirin nýfædda heitir, en það mun væntanlega koma í ljós fyrr en varir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -