Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Rússnesk kona í Moskvu segir ástandið grafalvarlegt: „Aftur á bak þróun og gegn siðmenningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússnesk kona sem býr í útjaðri Moskvu segir í samtali við Mannlíf að refsiaðgerðir þjóða heims gegn Rússlandi séu farin að bíta á hina venjulegu Rússa. Af öryggisástæðum vill hún ekki koma fram undir nafni. Verður hún kölluð Ekaterina í fréttinni.

Ekatarina býr í útjaðri Moskvu ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Hún er í vel borgaðri vinnu í útibúi hjá alþjóðlegu fyrirtæki sem hefur höfuðstöðvar erlendis en fyrirtækið selur heimilistæki ásamt fleirum vörum.

„Helmingur af vörunum sem fyrirtækið pantar úti og selur hér, fellur undir innflutningsbannið og fæst ekki hér lengur. Hinn helmingurinn verður 50% dýrari í rúblum talið, fyrir viðskiptavini okkar hér þar sem kosnaðarverðin eru gefin upp í evrum. Þetta þýðir að heildarsala í Rússlandi mun sennilega minnka um 50-70%. Ég giska á að það sem við munum horfa fram á næstu mánuðum er að tölur uppsagna í fyrirtækinu munu hækka samsvarandi, þ.e. ef útibúinu verður ekki lokað alfarið, segir Ekaterina áhyggjufull.

Og það er ekki hlaupið að því að finna nýja vinnu í Rússlandi að sögn Ekaterinu en hún er gríðarlega áhyggjufull um framtíðina.

„Það verður erfitt að finna vinnu í þessum aðstæðum. Upphæðir sem fólk fær vegna barna- og atvinnuleysisbóta eru mjög langt frá því að duga til að lifa af. Eins og er nemur kosnaður vegna einkaskóla sem börnin mín ganga í og tónlistarskóla um helming launa minna. Við munum alls ekki hafa efni á því ef ég missi vinnuna. Þannig að, lífskjör fjölskyldunnar munu hraðlækka strax á næstu mánuðum. Allt þetta mun gerast einungis vegna refsiaðgerðanna.“

Ekaterina segir að innrás Vladimir Putin forseta sé utan allrar skynsemi og á erfitt með að ræða þetta við blaðamann Mannlífs.

„Ég sé ekki einu sinni tilgang að ræða þetta. Það sem er að gerast er utan allrar skynsemi, þetta er aftur á bak þróun og gegn siðmenningu. Á svipstundu stukkum við frá stafræns ríkis og aftur í tímann, í steinöldina, þar sem er mikilvægt að eiga pening í seðlum, birgir af mat og lyfjum til margra daga. Ávextir hafa hækkað í verði um 50% . Verð á erlendum vörum og tæki hafa stighækkað líka,“ sagði Ekaterina og á greinilega erfitt með að ræða þetta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -