Flogið með þá verst slösuðu á Landspítalann í Fossvogi.
Slys varð í Öræfum í dag klukkan 15, þegar hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina með afleiðingum að fimm eru nú alvarlega slasaðir. Þetta kom fram í viðtali RÚV við Grím Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sem sagði jafnframt að eitthvað væri um lítis eða minniháttar slys. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og áætlað að hún myndi flytja þá með alvarlegustu meiðslin á Landspítalann í Fossvogi, en farið yrði með aðra sem voru í rútunni á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Danski flotinn bauð fram aðstoð sína vegna slyssins, þar sem danskt varðskip sem er statt í höfninni er með þyrlu um borð og er þyrlan á leiðinni á slysstað.
Fréttin hefur verið uppfærð.