Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Rútuslys: Fimm alvarlega slasaðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flogið með þá verst slösuðu á Landspítalann í Fossvogi.

Slys varð í Öræfum í dag klukkan 15, þegar hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina með afleiðingum að fimm eru nú alvarlega slasaðir. Þetta kom fram í viðtali RÚV við Grím Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sem sagði jafnframt að eitthvað væri um lítis eða minniháttar slys. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og áætlað að hún myndi flytja þá með alvarlegustu meiðslin á Landspítalann í Fossvogi, en farið yrði með aðra sem voru í rútunni á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Danski flotinn bauð fram aðstoð sína vegna slyssins, þar sem danskt varðskip sem er statt í höfninni er með þyrlu um borð og er þyrlan á leiðinni á slysstað.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -